Ég ræddi aðeins um þetta í vikunni á snappinu okkar, en mig langar aðeins að blogga líka smá.

En fyrir um það bil 10 árum var ég í sambandi með strák, sem ég taldi vera ástin í lífi mínu,
Ég var yfir mig ástfangin, og sá ekki sólina fyrir honum, fyrir mér var hann fullkomin og ég
vissi ekki hvað ég hafði gert til þess að eiga hann skilið.
Hann vann mikið, hann fór í vinnuna snemma á morgnana og svo heyrði ég kannski ekkert í honum fyrr en 2-3
um nóttina, þá sagðist hann vera að klára í vinnuni, fyrst um sinn fannst mér þetta allt í lagi, en svo fór
ég að hafa áhyggjur af því að hann væri bara buinn að missa áhugan á mér og vildi mig ekki lengur. og ég kenndi sjálfri mér um það,
ég tók það alfarið út á mér, ég taldi mig vera of feita. hver vill vera með stelpu sem er svona feit ?
eg er 173cm á hæð, og var um 65 kiló. það er alls ekki mikið. ég leit bara mjög vel út ef ég skoða myndirnar frá því þá
núna. en ég var ekki sátt með mig og taldi sjálfri mér trú um það að ef ég myndi bara grennast þá myndi allt ganga betur,
þá kannski yrði hann ástfanginn af mér aftur. ég dróg sjálfa mig svo mikið niður að ég var farin að borða 1x á dag og
ældi alltaf eftir þessa einu máltíð, ældi þangað til ég var byrjuð að æla galli. ég vildi helst ekki fá mér að drekka heldur
því að þá sagði viktin mér að ég væri þyngri. ég drakk 1 vatnsglas á morgnana og 1 á kvöldin.

Þetta gekk á í einhverjar vikur, svo á endanum hætti hann með mér og ég fékk aldrei að vita afhverju hann hefði hætt með mér.
þannig að ég hélt áfram að halda að það væri vegna þess að ég væri bara einfaldlega ekki nógu flott fyrir hann. ég var í þvílíkri
ástarsorg. og hélt áfram að létta mig meira og meira.

Ég man að ég fór á rúntin með með vini mínum og vinkonu minni, ég stekk aðeins útúr bílnum, og þá spyr vinur minn
vinkonu mína að því hvort það væri ekki allt í góðu hjá mér, og hvort ég væri komin með anorexiu.
hún svaraði neitandi en vissi samt innst inni að einhvað væri ekki rétt. en hún vissi þó að það væri ekki anorexia.

(Kannski ekki besta myndin, en svona var ég orðin. það er ekki gramm af fitu á höndunum á mér, ef ég man rétt þá er ég í buxum í stærð 36 þarna og þær voru orðnar of víðar á mig.  var í stærð 38 áður en öll þessi vanlíðan byrjaði, en þarna fannst mér ég ennþá vera alltof feit)

Það tók mig langan tíma að sætta mig við það að minn fyrrverandi hætti með mér.

En afhverju er ég að skrifa um þetta ?

Ju núna er ég að verða 27 ára í sumar, og ennþá daginn í dag er það dagleg barátta fyrir sjálfa mig að kíkja í spegilin
ég byrja ósjálfrátt að brjóta sjálfa mig niður, þú ert of feit, þessi læri, bumban er ljót, þú ert með slit, vá hvað þú hefur fitnað
svona fer hugurinn minn á flug, nánast daglega, þetta er stanslaus barátta. ef einhver segir við mig að ég líti vel út þá veit ég
ekki hvernig ég á að taka því, hvað ég á að segja því mér finnst ég ekki líta vel út.

En fyrir stuttu síðan lenti ég í smá atviki,
mér var tilkynnt það að ég hefði svo sannarlega bætt á mig, og að ég ætti að fara að hugsa betur um sjálfa mig.
Ætti að borða hollan og góðan mat, því ég væri svo falleg stelpa. mér var tjáð að ég ætti bara að ganga í svörtum fötum
því það felur ”fituna”. ég brotnaði niður.
Þetta er viðkvæmasti punkturinn minn. líkaminn minn.!
(svona lít ég út í dag, vissulega mun þyngri en ég var en á sama tíma mun hraustari)

Ég lá uppí rúmmi í 3 daga eftir þetta atvik. ég borðaði ekkert. ég lá uppí rúmmi og hugsaði bara útí það
að ég ætti að taka auðveldu leiðina útúr þessari svokallaðri ”offitu minni” ég ætti bara að borða 1 x á dag og æla
og stunda líkamsrækt eins og ég geri vanalega. ég var komin á þann stað að ég var tilbúin til þess að fara aftur í þennan pakka
Þessi komment brutu mig algjörlega ég fór ekki útúr húsi því mér leið illa. hausinn fór á fullt. og ég fékk þessa sömu
tilfinningu og ég fékk þegar fyrrverandi minn hætti með mér. fannst ég ekki nógu góð fyrir einhverja ákveðna manneskju og það
var bara því ég væri of feit !

Ég veit vel hvernig ég lýt út. ég myndi sjálf ekki kalla mig offitu sjúkling, þótt ég sé vissulega i yfirþyngd.
En ég þarf enga áminningu um það hvernig ég lít út,
ég þarf að horfa á sjálfa mig í speglinum á hverjum morgni, ég þarf að bera þennan þunga alla daga, ég klæði mig alla daga.
ég þarf ekki áminningu frá einhverjum útí bæ, ég fæ áminningu um þetta i hvert skipti sem ég þarf að horfa í spegilinn eða þegar ég er að klæða mig!

en ég get sagt ykkur það að ég er miklu heilsuhraustari í dag 20 kilóum þyngri en ég var fyrir 10 árum síðan.
ég verð sjaldan veik, ég er með vöðva og hreyfi mig reglulega !

En komment frá öðrum er það sem ég hræðist mest, því ég er veikburða þegar það kemur að því hvernig ég lýt út.
Ég á erfitt með það að fara í ræktina ein því að ég er hrædd um að fólk horfi á mig og geri grín af mér.
En ég hef ákveðið að ætla að gera mitt allra besta til þess að komast í mitt besta form, á rétta veginn.
ég ætla ekki að detta í ”auðveldu” leiðina, og ég ætla ekki að fara að láta álit annarra hafa áhrif á mitt líf
læt þetta quote fylgja !

Ég fattaði það líka í þessu ”þunglyndi” mínu þar sem ég lág uppí rúmmi í 3 daga að þótt ég væri 20 kílóum léttari
þá yrði samt sett útá mig, því sumir eru bara þannig gerðir að þeir hafa ekkert fallegt að segja.

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !