Ég man þegar ég bjó í Danmörku þegar ég var krakki, þá hittust allir krakkarnir í hverfinu uppí skóla og við fórum í allskonar leiki alltaf, yfirleitt varð eina-króna fyrir valinu, enda mjög vinsæll leikur á þeim tíma.

Mínir strákar eru 4 og 6 ára og þeir kunna enga svona úti leiki, og er markmiðið mitt í sumar að kenna þeim allskynns leiki, þessa gömlu góðu sem ég lék mér í þegar ég var yngri.

Mig langar að deila nokkrum leikum með ykkur

Stórfiskaleikur
Leikvöllurinn þarf að vera eh ákveðinn völlur,
Stórfiskurinn stendur í miðjunni á vellinum og klappar höndum saman þegar litlu fiskarnir eiga að reyna að hlaupa yfir völlin, og passa að stórfiskurinn nái þeim ekki, ef stórfiskurinn nær litla fiski þá gengur hann til liðs við stórfiskinn

Hlaupa í skarðið
Öll börn mynda hring, og einn þáttakandi er fenginn til að byrja fyrir utan hringinn , hann hleypur af stað réttlætis og slær í bakið á einhverjum sem hleypur þá í gagnstæða átt, og keppast þeir um hvor þeirra nær skarðinu.
Sá sem ekki nær í skarðið þarf að slá í næsta.
Þeir sem núþegar hafa hlupið snúa út úr hringnum svo þeir séu ekki valdnir aftur.

Köttur og mús
Börnin mynda hring, og tveir eru valdnir til þess að vera köttur og mús.
leikurinn gengur útá það að kötturinn á að elda músina, en krakkarnir í hringnum geta hjálpað músinu við það að hleypa kettinum ekki inn í hringinn

Fallin spýta ( eina króna ) 
Einn er valinn til þess að bíða við spýtuna(eða ljósastaur) og telja uppað 20. og allir hinir hlaupa og fela sig. markmiðið er fyrir sá sem leitar er að finna alla, ef hann sér einhvern hleypur hann að spýtunni og hrópar ” Einn, tveir, þrír Jón er fundinn”. Börnin sem földu sig og eru ekki enn fundin reyna að komast að spýtunni áður en þau eru fundin og ef það tekst kallar hann ”Fallin spýta” eða ”eina króna”, og með því að segja það frelsar hann alla.

Í grænni lautu –
Börnin syngja lagið og ganga réttsælis í hring allir nema einn sem grúfir sig niður í miðjum hringnum. Áður en leikurinn hefst fær eitt barnið hring sem það geymir í lófa sínum. Um leið og lagið endar rétta allir fram hendur með kreppta hnefa, eins og þeir væru með eitthvað í höndunum (ef þáttakendur eru margir má láta þá rétta fram aðra höndina). Nú fær miðjumaðurinn þrjár tilraunir til þess að finna hringinn, Það gerir hann með því að slá létt á hendur hinna, en munið bara þrjár hendur. Ef hann finnur ekki hringinn grúfir hann aftur, en í næsta skipti eru hendurnar hafðar fyrir aftan bak sem slegið var á í fyrra skiptið.
Textinn sem sunginn er
Í grænni lautu þar geymi ég hringinn
sem mér var gefinn og hvar er hann nú,
sem mér var gefinn og hvar er hann nú?

Brennó( Brennibolti) 
Brennibolti- skipt er í tvö lið, valin eru tvö börn sem höfðingji í hvort lið, síðan er keppst við að skjóta niður andstæðingana. Börn sem búið er að „skjóta“ eru úr leik.

Einnig eru ratleikir alltaf vinsælir og hinar ýmsu þrautabrautir !

Þetta er ekki bara skemmtun fyrir krakkana heldur fyrir alla fjöldskylduna,
og hvet ég ykkur öll til þess að kíkja út með krökkunum í sumar og kenna þeim leiki sem við foreldrarnir lékum okkur í þegar við vorum krakkar.