Ég elska að baka og dunda mér í eldhúsinu.
Síðustu helgi ákvað ég að ég myndi fá mér marengstertu sem svindlmáltíð.
Að vísu keypti ég botnana í þetta skiptið en annars nota ég þessa uppskrift sem er frá www.mommur.is

Mér finnst þessi uppskrift vera langauðveldust,
Stundum hef ég bætt við kókosflögum, kornflexi eða rice krispies í marengsin.

Marengsbotn
5 stk eggjahvítur
2dl púðursykur
2dl hvítur sykur
1 1/2 tsk lyftiduft

Látið sykurinn, púðursykurinn og eggjahvíturnar þeytast
Blandið svo lyftiduftinu varlega saman við
Einnig ef þið ætlið að setja kornflex eða rice krispies þá er
það gert núna og blandað rólega saman við, svo marengsin falli ekki

Ég stilli ofninn á 130°, og byrja að útbúa hring á bökunarpappir
þar sem ég ætla að smyrja marengsinum á.
þegar ég hef gert 2 jafnstóra hringi byrja ég að smyrja marengsinum á
og hendi þessu inní ofn í 1 1/2 – 2 klukkustundir
Ég læt marengsin yfirleitt kólna með ofninum.

Mars rjómi

1 Peli rjómi
4 stk mars

Hitið rjóman, passið bara að hann nái ekki suðu
skerið marsið í litla bita og hrærið saman.
þetta getur verið svolítið tímafrekt, en algjörlega þess virði.

Þegar rjóminn og marsið er brætt saman, má hella rjómanum í skál
og setja plastfilmu yfir og geyma í 4-5 tíma eða yfir nóttu inní ískap.
Síðan er þetta þeytt og borið á kökuna.
Sumum finnst gott að setja örlitla bita af marsi með í rjóman.

Fílakaramellu kremið

Þetta er frekar auðvelt, ég notaði hálfan lítinn pela af rjóma,
Hitaði vel og skellti 2 pokum af fílakaramellu kúlum,
Lét þetta sjóða saman og blandaði meiri rjóma við ef þess þurfti.
Síðan lét ég blönduna standa í smá stund og þyknna, áður en ég setti
blönduna yfir rjóman.
Restina af blöndunni notaði ég síðan á efri marengsinn,

Tók lúku af fílakaramellukúlum og setti í matvinnsluvél og stráði
Yfir kökuna til að hún myndi lýta betur út.

Mér finnst best að láta marengsinn standa inní ískap í smá tíma áður en hún er borin framm, þá mýkir rjóminn, marengsin svolítið.