Núna er ekki langt í maímánuð og fer því að styttast í sumarið.  Ég hef því legið inná hinum ýmsu vefsíðum og skoðað ,,sumarföt” fyrir Júlíu Rós.

Hérna eru nokkrar flíkur sem stóðu upp úr 🙂

Númer 1, 2 og 3 dauðlangar mig í gallajakka á hana!
Þessi dásamlega krúttlega gallajakka fann ég á H&M síðunni

 

Þessar dásamlegu buxur og sumarlegi kjóll fyrir neðan sá ég á heimasíðu Zöru.   Buxurnar myndi ég láta hana klæðast við hvítan bol en kjólinn við einlitar leggins .

 

 

Elska bláa kjóla.  Þessir tveir úr H&M eru ofarlega á listanum.

 

 

 

Í H&M er hægt að kaupa sett eins og þessi tvö.  Finnst báðir litirnir mjög sætir.

 

 

 

Þessi skyrta úr H&M er líka æðisleg! Hægt að nota spari og hversdags.

Í Next sá ég þennan ljósa blómabol og hvíta blómakjól.
Fann ekki mikið af myndum frá þeim á netinu en ef þú ferð í verslun þeirra eru endalaust af fallegum fötum.

 

 

 

 

 

 

Petit er síðan með þennan bol og buxur í stíl.  Þetta þarf ekkert endilega að vera bara sumardress en væri aftur á móti dásamlegt við gallajakka og strigaskó í sumar 🙂

 

 

 

Síðustu þrjár myndirnar myndirnar eru úr Zöru.

Sumarlegur bolur

Ótúlega fallegur skokkur/kjóll, hægt að vera í hvítum sokkabuxum og langermabol innan undir.

Þessi peysa er svo sæt.  Passar við allt!