Ég fékk æði fyrir bullet journal þegar ég var að horfa á youtube í Janúar,
þá rakst ég á eitt svona bullet journal video og kolféll.

Þetta er dagbók sem ég tel henta flestum !
því þú setur hana upp nákvæmlega eins og þú villt.

Ég keypti mína í A4 í smáralind og tók ég Rhodia
Einng keypti ég mér nokkra litapenna með til að föndra aðeins,
ásamt því að hafa pantað penna af Ebay.

En það sem mér finnst vera möst að eiga þegar maður er að byrja er

  • Reglustrika
  • Litir
  • Tipex
  • Góðan penna
  • Ljósan blýant
  • Strokleður

Þetta er það eina sem ég hef verið að nota hingað til,

En á Ebay keypti ég mér

Ég hlakka mikið til að fá þessar sendingar !

Ég ætla aðeins að sýna ykkur frá minni bók, ég er þó ekki búin að gera mikið í hana, en er að vinna í þessu

Ég elska fjallgöngur og bara göngur yfir höfuð, og gerði því smá svona ”plan” fyrir sumarið, þetta eru þær gönguleiðir og fjallgöngur sem mig langar að fara í, í sumar


Svo set ég vikuna upp svona, finnst það eiginlega þægilegast, því þá get ég haft matseðil vikunnar á sama stað, og to do lista

Svo ákvað ég að taka nokkrar blaðsíður frá til þess að geta haft nokkur ræktarprógröm sem ég get gramsað í ef ég dett í ræktarleiða og vantar nýtt prógramm