Ég hef oft komið hér inná og talað um hversu mikilvægt það er að vera með markmið. Núna hef ég verið á fullu í ræktinni og verið rosalega dugleg, en engan árangur séð, enda matarræðið ekki uppá sitt besta.

En þegar ég kem heim þá ætla ég að byrja aftur á hollu og góðu matarræði,
Æfa 5-7 sinnum í viku og koma mér í gott form bæði andlega og líkamlega.
Andlega hliðin skiptið jafn miklu ef ekki bara meira máli heldur en líkamlega hliðin, ef okkur líður ekki vel andlega þá mun okkur aldrei líða vel í eigin skinni.

Ég er buin að vera síðustu daga rosalega mikið að spá í mínum markmiðum, hvaða árangur er það sem mig langar að ná ? hver eru mín markmið ?

 

Mig langar að leyfa ykkur að fylgjast með mér í þessu, ég hef ákveðið að öll sunnudagskvöld fara í það að undirbúa nýja viku, gera matarplan, innkaupalista og setja mér ný markmið fyrir hverja viku, það er svo gott að eiga sér nokkur lítil markmið sem hjálpa manni að komast á leiðarenda.

Einnig langar mig að leyfa ykkur að fylgjast með kílóa tölunni lækka. ég er kannski ekki tilbúin að sýna ykkur mynd af viktinni en ég mun koma inn á það í hverri viku hvað ég hef misst. eða bætt á mig.

ég mun bæði vera rosalega dugleg að sýna frá á Instastory hjá okkur Komfort.is
þar sem ég er með instastory alla sunnudaga þá mun það vera tilvalinn dagur í það að undirbúaa vikuna.

 

 

Stærsta markmiðið mitt er að
Missa 10 kíló á 6 mánuðum!

En minni markmiðin eru –

– Minnka skyndibita
– Hætta gosdrykkju  ( má þó sódavatn )
– Bara nammidagur 1x í viku og bannað að missa sig
– Hreyfing á hverjum degi , þarf ekki að vera líkamsrækt
– Vera duglegri að prufa mig áfram í að elda hollan og góðan mat

 

Þetta eru langtíma markmiðin mín!
og er ég ekki með neina dagsetningu fyrir þessi markmið,
en mun byrja hægt og rólega þegar ég kem heim frá Tenerife að vinna að þessum markmiðum.

viku markmiðin kem ég til að setja mér bara á hverjum sunnudegi.

Ef þið viljið fylgjast með mér og mínu ferli þá endilega Addið okkur á Instagram og Snapchat

Svo er snappið mitt  

Fyrir áhugasama sem vilja fylgjast með mér hér úti og þegar ég kem heim og byrja í þessari áskorun minni !!