Mér finnst svolítið fyndið að ég skuli vera að skrifa blogg um flughræðslu þar
sem ég er ein flughræddasta manneskja sem ég veit um.

En hvað er flughræðsla ? Og afhverju erum við flughrædd ?

flughræðsla getur verið svo mikið, margir eru taldnir vera flughræddir ef þeir eru með innilokunnarkennd og geta því ekki ráðið því hvenær farið er úr vélinni , aðrir eru hræddir um að fá kvíðakast í flugferðinni sjálfri,  
Aðrir hræddir um að eitthvað slæmt gerist um borð, og í öðrum tilfellum er fólk flughrætt því, það er að  
treysta algjörlega ókunnugri manneskju fyrir lífinu sínu. Sumir eru flughræddir því þeir vita ekki hvernig flugvélarnar virka, hvernig getur svona þungur hlutur bara svifið um himininn bláa ?

Einnig er talið um að flughræðslan sé sem mest frá aldrinum 25-30 ára.
og tel ég mig vera á mínu versta skeiði núna, þar sem ég var meira en til í að sleppa þessari ferð um leið og ég settist í vélina.

Áður fyrr fannst mér skemmtilegast að fara í loftið og horfði ég útum gluggan þegar við fórum í loftið.
en í dag er lendingin skemmtilegasti parturinn af fluginu því þá veit ég að ég komst heil á húfi á leiðarenda !

Ég ætla að skrifa það sem hefur hjálpað mér í gegnum tíðina.

Hafa nóg að gera
Hlusta á tónlist, tónlist sem kemur þér í gott skap
Horfa á mynd
teikna
lita svona fullorðnis litabók
lesa góða bók

það róar einnig taugarnar ef ég fæ mér smá áfengi fyrir flugið, en það má þó ekki vera of mikið heldur.

Hugsa um tilhlökkunina að komast á leiðarenda hefur hjálpað mér rosalega,

Vera jákvæð! það breytir öllu !

Anda djúpt inn um nefið og út um munnin

Ég hugsa líka oft til þess að ef eitthvað amar að í vélinni þá lætur flugstjórinn okkur vita, og því er óþarfi að vera að kippa sér upp við hvert einasta litla hljóð sem vélin gefur frá sér.

Gott er líka að minna sjálfan sig á það, að fljúga er öruggasti ferðamátinn í dag.

Vera meðvituð um það að ókyrrð er ekki hættuleg, og að flugvélar þola mun meira en við höldum

Nú flugum við til spánar í gær og ákvað ég að skrifa niður nokkra hluti sem mér finnst hjálpa mér.
Ég tók þá ákvörðun í fluginu í gær að ég ætla að reyna að vinna eins mikið í minni flughræðslu og ég mögulega get.
Ég elska að ferðast og ætla ekki að láta flughræðsluna mína eyðileggja það fyrir mér !