Ég er alveg hrikalega smámunasöm þegar kemur að fatnaði og fylgihlutum hjá Alexöndru Dís og vil ég helst að snuðið passi við fötin sem hún er í að hverju sinni og við skulum ekki byrja á snudduböndunum, eða jú einmitt það. Snuddubönd, ég er búin að rekast á nokkrar Facebook síður sem eru að selja snuddubönd ýmist úr trékúlum eða einhverskonar sílíkon eða gúmmíkúlum og finnst mér þau alveg æðislega sæt, en ég hef ekki enn komið mér í að panta eitt stykki því ég get ekki valið í hvaða litum ég vil hafa bandið og var ég komin að þeirri ákvörðun að kaupa bara hvítt, það passar jú við allt.

Svo um daginn var ég að versla í Ólavíu og Ólíver, í Glæsibæ, og fékk ég í kaupauka svona krúttlegt snudduband, úr hvítum trékúlum, eini gallinn var að bandið var merkt fyrirtækinu en ég vil ekki að barnið mitt sé merkt fyrirtækjum, þessi hel#$/&# smámunasemi alltaf hreint. En ég dó nú ekki ráðalaus og ákvað að skella í eitt lítið makeover og fixa þetta band.

Svona var bandið fyrir:

2016-11-25-12-45-552016-11-25-12-45-59

Þar sem þetta band er gert úr trékúlum sótti ég örlítinn bút að sandpappír og pússaði logo fyrirtækisins af (sorry Ólavía og Ólíver en þúsund þakkir fyrir bandið). Því næst vafði ég málningarlímbandi yfir klemmunda undir kúlunni og utan um restina af bandinu. Þetta tók svona um það vil 1 mínútu.

2016-11-25-12-48-07

Næst skellti mér síðan út á svalir vopnuð spreybrúsa sem ég átti frá því ég innréttaði herbergið hennar Alexöndru Dísar og hófst handa.

2016-11-25-12-52-44

Svona er þá loka útkoman af þessu ofureinfalda makeoveri sem tók um 10 mínútur frá því ég fékk hugmyndina og þangað til að eina sem var eftir var að leyfa spreyinu að þorna.

2016-11-25-19-27-32

Nei það þarf sko ekki allt föndur að vera flókið og ég er í skýjunum yfir bandinu sem kostaði mig ekkert.

1-undirskrift