Loksins er komin ný Tuesday Shoesday færsla! Þar sem að tölvan mín bilaði þá hef ég ekkert getað bloggað seinustu vikur en núna er hún komin í lag. 

Þennan Þriðjudag langar mig að tala um uppahálds skóparið mitt, af þeim öllum. Ég held að ég haldi svona mikið uppá þá því þeir eru svo óvenjulegir og ekki skór sem maður sæi marga í. 

Þessir hælar eru frá síðunni SIMMI sem ég elska, ég væri örugglega búin að kaupa helminginn af skónnum á síðunni ef ég gæti. Þessir hælar heita Savana og er Gulir! 

Skórnir kostuðu 32 pund eða í kringum 4600 og mig minnir að ég hafi borgað 1200 þegar ég sótti þá á pósthúsið, sem er ekki mikið fyrir hælaskó, að mínu mati. Ég tók þá í stærð 37 og þeir pössuðu vel svo ég myndi segja að þeir séu true to size. 

Hælarnir voru líka til í rauðum, svörtum, bláum, grænum og beige lit og ég var lengi að velja hvort ég ætti að taka þá í rauðu eða gulu. 

Ef maður skráir netfangið sitt á síðuna hjá þeim þá fær maður 15% afslátt við fyrstu kaup, svo mæli ég líka mikið með því að followa þau á Instagram því þau auglýsa mjög oft afslátta kóða þar.

Færslan er ekki kostuð.

21439353_10210131625395049_2006821494_o

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !