Við stelpurnar hjá Komfort.is vorum með smá hitting í gær,
allir komu með smotteri með sér og ég ákvað að koma með uppáhaldskökuna mína,
Hún er rosalega einföld, en á sama tíma er ekkert mál að klúðra henni !

Frönsk súkkulaði kaka

4 egg

2 Dl sykur

1 Dl hveiti

100gr suðusúkkulaði

100gr 70% súkkulaði

200 gr smjör

Ég byrja á því að hita ofninn á 170° og hef stillt á blástur

Síðan tek ég eggin og sykurinn og hræri þeyti þangað til að blandan er orðin ljós og létt áferð er komin á hana,
Set síðan smjörið og súkkulaðið í pott og bræði við vægan hita og hræri í súkkulaði blöndunni af og til meðan ég fylgist með eggjunum og sykrinum,
Tek síðan 1Dl af hveiti og sigta hveitið ofaní eggjablönduna þegar blandan er orðin ljós, og hræri varlega með sleikju, passa þarf að taka ekki loftið úr eggjablöndunni.
Leyfi súkkulaðiblöndunni aðeins að kólna og helli henni svo í mjórri bunu ofaní eggjablönduna og hræri rólega þangað til allt er blandað vel saman, skelli þessu svo inní ofn í 30 mínútur.

Kremið –
1 og háldur poki af litlum þristum
50gr suðusúkkulaði
3-4 msk rjómi/mjólk

Allt brætt saman við vægan hita,
Best er að skella þessu á kökuna á meðan hún er ennþá heit !

a3820ee89e88f95acf3d34237b83f73c--baby-eating-chocolate-cake-recipes
images

 

Gott er að bera vanillu ís eða þeyttan rjóma með þessu !

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !