Þar sem ég elska saltkarmellu súkkulaðið frá Nóa Siríus þá ákvað ég að gera bollakökur með því, ég gerði bara súkkulaðiköku deig og lét í lítil muffins form. uppskriftin sem ég notaði er þessi:

250g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk natron
1 tsk salt
300g sykur
4 msk kakó
125g smjör (lint)
2 og 1/2 dl mjólk
2 egg

þurrefnum blandað saman og svo smjöri, mjólk og eggi bætt við. Bakað á 180° í sirka 15 mín.

Kremið er síðan bara smjörkrem (50/50 smjör á móti flórsykri og smá vanilludropar) með bræddu Nóa Siríus súkkulaði og blandað saman.  Eftir að ég lét kremið á lét ég smá af brædda súkkulaðinu yfir og saxaði smá súkkulaði og lét yfir. 

21439353_10210131625395049_2006821494_o