Þar sem það var að koma nýtt ár og kominn tími á að byrja skipuleggja árið þá fékk ég mér nýja dagbók, ég var með Personal Planner í fyrra og líkaði ótrúlega vel við hana og ákvað því að fá mér þannig aftur, ég skoðaði líka Erin Condren bækurnar og fleiri en ég held mér finnist Personal Planner bækurnar bara þæginlegastar. 

Mér finnst flottast að hafa þær stílhreinar svo maður fái síður leið á útlitinu. Það sem mér finnst vera þæginlegast við Personal Planner bækurnar er að það eru síður aftast þar sem maður getur ráðið hvað maður vill hafa, línustrikað, rúðustrikað, auð blöð, litabók, suduko og fleira. Svo getur maður valið hvort maður vill hafa yfirlit yfir mánuðinn í byrjun hvers mánaðar, mér finnst það mjög þæginlegt en klikkaði á að láta það í nýju bókina sem var algjört klúður. 

Yfirlit yfir mánuðinn í gömlu bókinni

Það sem fylgir bókinni er 20 cm reglustrika, blað með allskonar hentugum límmiðum og plastvasi.  Maður getur svo ráðið hvernig uppsetningu maður vill hafa á bókinni og hvernig dálka maður vill hafa neðst, í fyrra var ég með dálka sem sýndu próf í vikunni, og skrifaði þá þar hvaða verkefni og prófum ég þurfti að skila þá vikuna. En þar sem ég er útskrifuð úr skólanum ákvað ég að hafa dálkana bara auða núna þar sem ég get svo skrifað ef það er eitthvað sem ég þarf að gera þá vikuna. 

Það er líka hægt að velja um hvort maður vilji hafa tíma á dögunum, vinnutíma eða ræktar dálk.

 

 

 

 

2017 bókin og 2018 bókin.

 

21439353_10210131625395049_2006821494_o