Á þessum þriðjudegi ætla ég að tala um skóna sem hafa verið í lang mestri notkun í vetur hjá mér og það er að sjálfsögðu Timberland skórnir mínir. Ég á bæði þessa klassísku appelsínugulu og alveg svarta og síðan ég fékk svörtu hef ég valla farið í hina, mér finnst þeir sjúkir! og svo þæginlegir, sérstaklega þegar það er svona kalt úti. 

Mér finnst Timberland skórnir vera í stærri kantinum og tek því alltaf númeri minna en ég nota vanalega, en samt get ég verið í þykkum sokkum án þess að þeir séu of þröngir sem er stór plús. 

Ég fékk mína í Timberland búðinni í Kringlunni og þeir kostuðu 17.990 kr. þar sem ég er í barnastærð en fullorðinsstærðirnar eru á 29.990 kr.  Mig minnir að barnaskórnir komi uppí stærð 40, en ég er ekki alveg viss. 

Systir mín elskar þessa skó jafn mikið og ég og var alltaf að fá mína lánaða þangað til hún fékk sína eigin í jólagjöf. 

Svo ef þið eruð að leita ykkur að góðum og flottum vetrarskóm þá mæli ég klárlega með þessum. 

 

 

Færslan er ekki kostuð.

21439353_10210131625395049_2006821494_o