Eins og flestir sem þekkja mig vita að þá elska ég skó! sama hvort það séu strigaskór eða hælar, eina vandamálið með strigaskó er það að ég er svo rosalega pikký á skó og mér finnst ég sjaldan finna mér flotta strigaskó.

Mér finnst fátt skemmtilegra en að koma heim og eiga pakka og geta farið að opna skókassa með glænýju pari og máta. Svo ég var að pæla að hafa þriðjudaga daga þar sem ég blogga um skó, annaðhvort þá skó sem eru í uppáhalds, skór sem mér langar í eða bara eitthvað sem tengist skóm.

Ég held ég taki eitt af uppáhalds parinu mínu fyrir fyrsta Tuesday Shoesday, en þetta eru skór sem mér finnst passa við allt! 

Ég keypti þá í Imperial á Akureyri og þeir voru alls ekki dýrir, mig minnir að þeir hafi verið á 8.990 kr. en ég ætla ekki að fullyrða það. Ég tók þá í stærð 36 en vanalega er ég í stærðum 36/37. Eftir að ég keypti mér þá varð systir mín ástfangin af þeim og bað mig um að kaupa eitt par handa sér, sem ég auðvitað gerði, þetta eru svona skór sem mér finnst að hver stelpa þurfi að eiga, þeir einfaldlega passa við allt og eru ótrúlega þæginleigir.

Mér finnst þessir einmitt ekki of þykkir/mjóir og ekki of breiðir/þröngir heldur bara svona akkurat eins og ég vil hafa þá. En ég man að ég sá þessa skó fyrst í Gyllta kettinum fyrir mörgum árum á 14.990 og ætlaði að kaupa mér þá en ákvað að geyma það sem ég hefði svo ekki átt að gera því tveim dögum seinna ákvað ég að fara og kaupa þá en þá voru þeir uppseldir. 

Svo mér til mikillar ánægju sá ég þá í Imperial á Akureyri og ég hugsaði mig ekki tvisvar um í þetta skiptið og keypti þá strax og ég hef notað þá mjög mikið síðan! 

                                                                                                                         

                                                                                                                            Færslan er ekki kostuð

21439353_10210131625395049_2006821494_o
 

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !