Þar sem dóttursystir mín varð þriggja ára í enda Nóvember þá ákváðum við að halda uppá það og leyfa henni að velja þema, og að sjálfsögðu valdi hún Svamp Sveinsson. Ég og systir mín ákváðum að taka þemað alla leið, við gerðum klemmaborgara, kolkrabbapylsur, Svamp Sveinsson köku og ávaxtabakka í Svamp Sveinsson stíl.

Hún var svo ánægð enda elskar hún Svamp Sveinsson! 

Hlutirnir sem voru í afmæli voru eftirfarandi: 

Borði með nafni og aldri barnsins, við keyptum borðann í partýbúðinni og hengdum uppá vegg.

Svamp Sveinsson diskar, glös, blöðrur og confetti sem var keypt í partýbúðinni.

Svamp Sveinsson fígúra í ananas húsinu er úr Allt í köku.

klemmaborgararnir eru smáborgarar frá Hamborgarafabrikkunni sem við keyptum í krónunni og elduðum sjálfar.

kolkrabbapylsurnar eru pylsur sem eru skornar niður og steiktar í mikilli olíu á pönnu.

Augun á Patrik eru hvítt súkkulaði og suðusúkkulaði.

Stafakertin voru keypt í Tælandi.

Kökuna gerði ég svo sjálf.

Kleinuhringirnir voru keyptir í bónus.

Svo vorum við með túnfisk og ostasalat.

 

 Færslan er ekki kostuð.

21439353_10210131625395049_2006821494_o