Jæja nú er ég að byrja á carb-næt.. já svona rétt fyrir jólin
Málið er að ég ætla að skrá mig í crossfit í janúar og ætla ég að ná að missa nokkur kíló fyrir það.

Markmiðið með carbnæt er að nota fitu sem orkugjafa í staðinn fyrir kolvetnin.
að vísu mun ég carba mig upp á laugardögum i 6 tíma !

Ásamt þessu ætla ég að auka við mig æfingum.
Mig langar að æfa á hverjum degi, og hvíla á sunnudögum.

Þá myndi vikan líta svona út

Mánudagur – Þríhöfði,brjóst og kviður
Þriðjudagur – Brennsla ( helst spinning )
Miðvikudagur – Fætur, rass og kviður
Fimmtudagur – Brennsla ( þoltæki)
Föstudagur – Bak, axlir og kviður
Laugardagur – Brennsla (spinning )
Sunnudagur – HVÍLD !

Langar að gefa ykkur smá hugmyndir af því hvernig 1 dagur lítur út hjá mér á carbnæt, hvað ég er að borða og hversu oft !

Morgunmatur – Chiagrautur með rjóma og smjöri
Millimál – Te með kókosolíu og smjöri
Hádegismatur – beikon og eggja múffur
Millimál – finn crisp með eggjasalati
Kvöldmatur – kjúlli i paprikusósu, blómkálsgrjón, salat og fetaostur
Kvöldsnarl – harðfiskur

Fita er að vísu rosalega mettandi og ætla ég ekki að pína neinu ofaní mig ef ég er ekkert svöng þá bara sleppi ég millimálinu.
Ég mun innbyrgða mjög fá grömm af kolvetnum á dag,
og auka við mig fitu og prótein í fæðunni.
Margir missa slatta af kílóum í hreinsununi en við skulum hafa það í huga að það er flest allt vökvatap !

En einnig er mitt markmið að hætta að drekka gos yfir höfuð !
Vatn vatn og vatn !

Ef það er eitthver áhuga á því að fylgjast með þessu ferðalagi þá er snappið mitt hér að neðan og ætla ég að sýna frá þessum 10 dögum sem fara í hreinsunina!

 

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !