Fyrir mér snúast jólin ekki bara um dagana frá aðfangadegi til áramóta, heldur allan desember, Jólin og undirbúningurinn er tíminn fyrir fjölskylduna til að eyða saman og búa til æðislegar minningar saman.
Hérna eru nokkrar hugmyndir um það hvað sé hægt að gera saman.

Úti

Búa til snjókarl
Fara á skauta

Keyra um hverfið og skoða jólaljós
Gera snjóhús
Fara í snjókast
Fara út í brekku með sleða
Fara á skíði 
Gera snjóengla
Kaupa og setja gjöf undir jólatréð í smáralindinni eða kringlunni
Fara í göngutúr, t.d. á Hvaleyrarvatn, heiðmörk eða kjarnaskóg
Fara á jólamarkað, t.d. jólaþorpið í Hafnarfirði, rvk eða jólahúsið á Akureyri
Kaupa/ velja og saga jólatré
Gera góðverk
Taka mynd með jólasveininum í IKEA
Fara á jólaleikrit
Labba á næsta kaffihús eða bakarí
Heimsækja jólasveinana í Dimmuborgum
Gista hjá ömmu og afa
Skoða jólalest coca cola
Labba niður laugarveginn á þorláksmessu

 

Inni

Fara í búbblubað
Gera aðventukrans
Borða mandarínur og kveikja á kertum
Lita jólamyndir
Skoða gamlar fjölskyldumyndir
Skreyta jólatréð
Föndra merkimiða
Búa til Karmellupopp
Skrifa bréf til jólasveinsins
Gera áramótaheit saman
Gera trölladeig
Kveikja upp í arninum
Pakka inn gjöfum
Skreyta saman
Gera óskalista
Senda handskrifuð jólakort
Vera á nóttfötunum allan daginn
Taka myndir saman
Lesa jólasögu
Gera heimatilbúnar gjafir
Gera hús úr teppum og stólum
Grilla sykurpúða
Búa til persónulegan jólapappír
Skreyta piparkökur
Dansa og syngja við jólalög
Horfa á jólamyndir
Baka smákökur
Setja saman piparkökuhús
Gera heimatilbúna sykurpúða
Gera pappírs snjókorn
Drekka heitt kakó með sykurpúðum
Baka köku
Búa til heimatilbúin ís
Spila saman

21439353_10210131625395049_2006821494_o


Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !