Þegar ég var lítil var ég nokkurn vegin sköllótt þar til ég varð tveggja ára. Ég fór í myndatöku þegar ég var eins árs og ljósmyndarinn ákvað að færa eitt ljós svo það myndi ekki glampa á skallann minn, hún var alveg viss um að ég yrði ekki hrifin af því þegar ég yrði eldri 🙂 . Svo virðist sem börnin mín hafi bæði erft þessi hárlausu gen mín og fengu þau ekkert hár af viti fyrr en um tveggja ára aldurinn, en nú þegar stelpan mín er orðin tveggja og hálfs árs er…. LOKSINS… komið nóg af hári til að ég geti farið að dúlla eitthvað við það.

Ég byrjaði að sjálfsögðu á klassísku gosbrunna hárgreiðslunni þar sem aðalmálið er ekki hversu fínt hárið verður, heldur einfaldlega staðreyndin að það er hægt að halda teygju í hárinu, hversu fáránlega sem það lítur út. En núna er komið að næsta stigi… það er nefnilega að verða komið nógu sítt hár fyrir ogguponsulitla fasta fléttu…. og þessi mamma er að deyja úr spenningi!! En mér finnst ég ekki alveg hafa nógu mikið hugmyndaflug til að finna allar þær hárgreiðslur sem hægt er að setja í hárið svo ég fór á stúfana og leitaði uppi flottustu hárgreiðslurnar sem hægt væri að setja í næstum því ekkert hár.

Hérna eru nokkrar fallegar hárgreiðslur sem ég rakst á og hlakka mikið til að prófa að setja í hárið á litlu snúllunni minni, en ef þið viljið sjá fleiri mælum við með að kíkja á pinterest síðuna okkar!

 

 

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !