Núna er ég nýkomin heim frá Danmörku þar sem ég var í heimsókn hjá einni af mínum bestu. Eftir að ég bókaði miðann til hennar ákvað ég að nýta tækifærið og fara yfir hvaða föt Alexöndru vantaði og sá fyrir mér að gera heljarinnar innkaup, leiðskólaföt fyrir næsta vetur, sætu sumarkjólana fyrir sólríku dagana í sumar og allt þar á milli. Önnur vinkona mín benti mér á það að versla með lítið barn með sér er ekki alltaf eins glamour og það hljómar og benti mér síðan á vefverslanir með barnaföt og allskonar barnadót. Ég svo klárlega nýtti mér það og pantaði snjógalla, hversdagsföt, strigaskó og hvað eina annað sem mér datt í hug. Ég hafði mun betri yfirsýn yfir hvað ég væri að kaupa og ég vissi svo sem ekkert hvernig Alexandra myndi vera úti og hvort hún myndi nenna að hanga inn í búðum liðlangann daginn. Ekki það ég verslaði svo sem alveg heilan helling á hana og handa henni en það er annað mál.

Ein alveg snilldar síða er Kids-World þar eru öll helstu fatamerkin og oft er hægt að gera mjög góða díla í útsöluflokknum þeirra, en þar fann ég Molo kuldagalla á Alexöndru fyrir ca. 9000 kr. Þessi síða er líka með Ticket to Heaven, Wheat, Hummel og fullt fleira af merkjum.

Síðan keypti ég nokkrar flíkur frá H&M, þrátt fyrir að það styttist óðfluga í opnun H&M á Íslandi þá er verðlagið talsvert betra á hinum Norðurlöndunum og ekkert víst að þær vörur sem eru til í dag verði enn í sölu í haust.

Lindex er ein af mínum uppáhalds búðum hér heima og versla ég hvað lang mest á Alexöndru þar. Ég geri samt sem áður kostakaup á heimasíðunni þeirra og lét senda mér til Danmörku og þrátt fyrir að Lindex hérna heima bjóði almennt upp á mjög gott verð var verðið ennþá betra í gegnum vefverslunina.

Aðrar vefverslanir sem sérhæfa sig í barnavörum og eru með mjög gott úrval eru síðan

Karusella, þetta er ein sú fallegasta dótabúð sem hægt er að finna sem mágur minn og svilkona bentu mér á og er staðsett í Kaupmannahöfn, mér tókst ekki að fara í hana í þessari ferð en mun klárlega gera mér ferð þangað næst þegar ég fer til Danmörku.

Uber kids, er bresk vefverslun sem selur nánast allt milli himins og jarðar fyrir börn og sendir til hinna ýmsu landa.

ØnskeBørn er dönsk barnavöruverslun, ég verslaði alveg dágóðan slatta í versluninni sjálfi en það hefði alveg verið talvert þæginlegra að hafa pantað það áður en ég kom.

Baby shop er síðan sænsk barnavöruverslun sem selur einnig allt milli himins og jarðar, þar má finna eitthvað meira af merkjavöru en inn á hinum síðum og þar má til dæmis finna Bugaboo kerrurnar og fylgihluti fyrir þær.

Ég mæli alveg klárlega með þessum verslunarmáta og það er alltaf hægt að senda vöruna til baka eða fara með hana í næstu verslun og fá endurgreitt ef varan var ekki eins og hún átti að vera. Mér fannst betra að láta senda vöruna á pósthús og geta sótt hana þangað heldur en að þurfa að vera heima þegar pósturinn kemur og þar fram eftir götum. Það allra besta við þennan verslunarmáta var að manni leið alls ekki eins og maður væri að eyða eins miklum peningum og þegar maður borgar fyrir allt á staðnum haha.

Athugið að hægt er að ýta beint á heitið á búðunum til að fara inn á heimasíðuna þeirra.