Ég hef ferðast oftar en ég get talið á báðum höndum erlendis með strákana mína 2

Dót í flugið –

Strákarnir taka alltaf bakpokana sína með sér í handfarangur og þar geymi ég allt
þeirra fyrir flugið!

Ég leyfi þeim að velja sér nokkra hluti til að taka með í flugvélina,
oftar en ekki taka þeir action fígúrurnar sínar með, og sá yngritekur alltaf ”voffan” sem er hundabangsi sem hefur fylgt honum síðan hann
var nokkurra mánaða og hefur komið með okkur útum allt,

Svo er fínt líka að kaupa eitthvað ódýrt dót sem þeir hafa ekki leikið sér með áður þá endast þeir lengur með það dót,

Ipadinn vekur alltaf mikla lukku, og erum við með barnaefni í Ipadinum sem þeir geta þá horft á,

Snarl –  

Ég hef oft tekið bara allskonar sem ég á til heima í ziplock poka,
-Rúsínur,
-cheerios,
-popp,
-Mini gulrætur
-Epli
-Vínber
-Kellogs stangir
-Goldfish kex
-banana hef ég líka tekið með fyrir þá.
Annars finnst mér algjör snilld að hafa þurrkaða ávexti með sem smá nammi.
svo þeir eiga brúsa sem ég fylli alltaf af vatni þegar við erum komin inn í flugstöðina
Svo kaupi ég líka svala eða hvað sem þeim langar í uppá velli, til að taka með í vélina

Flugferðin –

flugferðin finnst mér hvað mest erfið,
því strákarnir eru 3 og 5  ára, og þeir eru ekki að fara að sitja í fanginu mínu eða kyrrir í sætinu í  4-6 klukkutíma.
Ég byrja oftast á því að bjóða þeim að leika með dótið í flugtakinu,
og er dugleg að bjóða þeim að fara á klósettið, eða bara labba upp og niður ganginn með þeim,
því þeir verða eirðalausir frekar fljótt.
Svo finnst mér fínt að leyfa þeim að sitja hlið við hlið svo þeir geti leikið saman.
svo eigum við það til að skoða skýjin og sjá hvort við finnum ekki eitthvað skemmtilegt úr skýjunum

Sólin – 

Ég held ég þurfi ekkert að segja þetta en .. nr 1,2,3 með börn í útlöndum
er að muna eftir sólarvörn og helst derhúfu eða sólhat!

Ég átti Adrían Mána á spáni, og var mér alltaf sagt að bera ALDREI á hann
sólarvörn nr 50, því það blokkar það að við fáum D vítamín.
og muna að ef þú setur sólarvörn á kl 7-8 um morgunin þá er hún ekkert að
fara að duga allan daginn.
Best er að lesa leiðbeiningarnar aftaná, um hversu lengi sólarvörnin helst á
ég hef verið að bera á þá á 4-6 tíma fresti,
Mér finnst þægilegra að vera með vatnshelda sólarvörn því þeir eru hlaupandi
um og hoppandi og skoppandi og svitna, og svo líka veit maður aldrei
hvenær manni dettur í hug að skreppa aðeins í sjóinn eða sundlaugina !

En sólarvörnina þarf að bera á 30Mín sirka áður en farið er út í sólina !

Sólhattur eða derhúfa er möst bæði fyrir börn sem eru vön sólinni og líka
þau sem eru ekki vön sólinni. börn fá líka sólsting!

góð regla er líka að hafa alltaf vatn meðferðis,
Og ekki gefa krílunum ískallt vatn, volgt eða heitt vatn er betra fyrir þau
ég veit á flestum stöðum á spáni er hægt að kaupa bæði volgt og kallt vatn.

Ís og djús er gott í miklum hita, uppá að krílin fái smá sykur.

það er líka eðlilegt að börn missi matarlyst í miklum hita og því þarf að
passa vel uppá að þau séu dugleg að drekka.

Hótelið –

Á hótelinu finnst mér mjög þægilegt að eiga til allskonar,
Snarl og drykki, oftast á ég til eitthvað sem strákarnir geta fengið sér
þegar við vöknum, svona áður en við förum í morgunmat.

á flestum hótelum á spáni allavega færðu bara lak til að sofa með,
strákarnir mínir eru ekki mikið fyrir það að sofa bara með lak, og því er
hægt að fara á þjónustu borðið og biðja um teppi 🙂

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !