Ég er algjört útilegubarn og hef farið í útilegur með fjölskyldunni minni hvert einasta sumar síðan ég man eftir mér. Einn af mínum helstu draumum þessa dagana er að eignast fellihýsi svo ég geti farið í útilegur helst hverja helgi 🙂

En fellihýsi eru mjög oft með alveg svakalega lummulegum innréttingum og gardínum og púðum með hryllilegum áklæðum. Þannig að þegar ég rakst á síður með fellihýsa-makeover þá var ég dolfallin! Löngun mín í fellihýsi hefur bara styrkst og ég er að verða búin að plana allar breytingarnar sem mig langar að framkvæma. Sumar þeirra tengjast eingöngu útlitinu en aðrar eru til að hámarka geymslupláss og koma með sniðugar lausnir.

Hérna að neðan sýni ég ykkur uppáhalds hugmyndirnar sem ég hef rekist á og ef þið viljið sjá meira í þessum dúr þá mæli ég með að kíkja á pinterest síðuna okkar þar sem við höfum safnað saman fullt af hugmyndum með hlekkjum á frekari leiðbeiningar.

Auka geymslupláss

Ef það er eitthvað eitt sem er að flestum fellihýsum, þá er það að þau fyllast fljótt af drasli og líta þar af leiðandi út fyrir að vera svolítill ruslahaugur. Þess vegna finnst mér snilld þegar það er búið að betrumbæta þau geymslurými sem eru til staðar og bæta við fleirum.

 

Útlits-makeover

Hver elskar ekki blómamunstrið á öllum sætisbekkjum sem passar mjög vel inn í heimili hjá einhverjum sem býr í Suðurríkjum Bandaríkjanna? Ja, persónulega er ég hrifnari af einlitu og ögn öðruvísi litapallettum en gengur og gerist í fellihýsum. Svo finnst mér algjör snilld þegar það er búið að plasta eða lakka skápana og skella gerviparketi á gólfið.

    

 

Sniðugt

Það er svo mikið af sniðugum hugmyndum um það sem hægt er að gera til að betrumbæta fellihýsin og útileguna í heild sinni. Vilja ekki allir geta hengt spjaldtölvuna upp og horft á eins og eina mynd eftir að krakkarnir fara að sofa? Eða þurrka handklæðin eftir sundferð dagsins, ja eða pissuslys dagsins 😉

 

Þar til næst

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !