Sumarið 2015 giftist ég mínum ástkæra eiginmanni, eftir sjö ára samband og tvö dásamleg börn. Brúðkaupið okkar var svokallað DIY brúðkaup þar sem við sáum sjálf um flest allt, þ.m.t. allt skraut, boðskort og veitingar. Við vorum gefin saman af athafnarstjóra frá Siðmennt og þeir einu sem voru viðstaddir athöfnina voru okkar nánasta fjölskylda. Við buðum svo fleiri gestum í brúðkaupspartý seinna um kvöldið.

Í þessari færslu (sem verður sú fyrsta af nokkrum brúðkaupstengdum) ætla ég að sýna ykkur sætamerkingarnar sem við gerðum, en við bjuggum til gogga með spurningum um okkur og nýttum sem sætamerkingar.

Við vorum með þrjár útgáfur af goggum, í þremur mismunandi litum og ég setti þetta upp í tölvunni heima með aðstoð sniðmáts sem ég rakst á einhvers staðar á netinu eftir mikla leit. Ég keypti 3 pakka af mismunandi lituðum 120 gramma pappír og nýtti pappírinn líka í borðanúmerin og kökutoppinn okkar (sem ég sýni ykkur seinna).

Hérna fyrir neðan eru powerpoint skjölin sem ég notaði til að útbúa goggana svo að þeir sem vilja gera svipað geta nýtt sér sniðmátið og gert sína eigin. Svo er að sjálfsögðu hægt að gera gogga fyrir ýmis önnur tilefni, s.s. barnaafmæli, ættarmót eða bara af því að ykkur langar að hverfa aftur til barnæsku og leika ykkur með gogga 😉

Goggur 1

Goggur 2

Goggur 3

Þar til síðar,