Ég viðurkenni fúslega að ég er algjört eurovision nörd, ég gjörsamlega dýrka eurovision. Það er eitthvað við þessa keppni… misfalleg, mis vel sungin lög, fáránlegir búningar, fríkaðir sviðsmunir, sprengingar, fataskiptingar í miðju lagi. ÉG ELSKA ÞETTA!! Á eurovision laugardegi býð ég mér yfirleitt í heimsókn til mömmu þar sem það er einstaklega fyndið að horfa framan í pabba, tónlistarmanninn með góða tóneyrað, þegar falskar nótur heyrast. Ég, mamma og systir mín fílum okkur yfirleitt í botn og syngjum jafnvel með ef við erum búnar að kynna okkur lögin fyrirfram. Það var enn skemmtilegra þegar stóri bróðir minn bjó heima, því hann og pabbi virtust aldrei geta skilið af hverju okkur finnst þetta svona skemmtilegt og gerðu lítið annað en að gagnrýna öll lögin, á mjög fyndinn hátt.

Þegar við höldum Eurovision partý þá er borðið yfirleitt drekkhlaðið af veitingum og svo erum við gjarnar á að mixa einn eða tvo kokteila til að sötra yfir showinu. Svo mér datt í hug að taka saman nokkrar hugmyndir að veitingum, því hver er ekki til í nýjar hugmyndir af mat?

 

Auðvelt snarl

Það er alltaf gott að hafa eitthvað sem ekki þarf að hafa fyrir, eitthvað sem er hægt að grípa í búðinni og skella á borðið án þess að undirbúnings sé krafist. Þá er gott að geta gripið í klassíkina:

Snakk og ídýfa

Saltstangir (og ídýfa)

Ostar, kex og sulta

Vínber

Súkkulaðirúsínur og hnetur

Grænmeti og ídýfa

Ögn flóknara snarl

Rækju- eða eggjasalat og ritz kex

Eðla og nachos – t.d. hægt að hafa þetta sætkartöflunachos

Ostasalat (2-3 harðir ostar skornir í teninga, dós af sýrðum rjóma, slatti af vínberjum og 1/4 púrrulaukur fyrir þá sem vilja)

Philadelphia ostur með sweet chili sósu

Kjötbollur og sweet chili sósa

Innbakaður stóri dímon

Súkkulaðihúðuð jarðaber – eða jarðaber með marshmallow fluff 😉

Beikonvafðar döðlur

Döðlugott

 

 

Eigið yndislega Eurovision viku og ÁFRAM ÍSLAND!!!