Nú þegar allir eru á fullu í ræktinni til að komast í betra form fyrir sumarið !
þá langar mig svolítið að ræða eitt..

það er VIGTIN !

Við erum of gjörn á það stíga á vigtina aðeins of oft !
Sumir eru svo helteknir af þyngdinni sinni að þeir meira að segja  stíga á viktina áður en þau pissa
og svo eftir klósetferðina til að sjá hversu mikið þau ”léttust”

Mér finnst þetta orðið svo mikið rugl !
Ef þig langar að grennast þá er það fituprósentan sem á að skipta máli en ekki vigtin!
munið það að vöðvar eru td þyngri en fita !

1L af vökva = 1KG !!!
þannig að ef þú drekkur 1l af vatni þá er ekkert skrýtið að þú þyngist um 1 kíló!

Ég mæli hiklaust frekar með því að mæla sentimetrana frekar en nokkurn tíman
vera að stíga á vigtina 1-2 í viku.. jafnvel daglega, eða oft á dag !

það getur fylgt því gríðarlegur vanlíðan að stíga á vigtina og sjá töluna
stíga !! eða að sjá það að þú sért buin að vera að borða hollt í heila viku
og ekkert buin að borða neitt óhollt, og mættir 3x í ræktina en þú ert samt
ekkert búin að grennast !!

Oft erum við mjög vötnuð! bjúguð, eða jafnvel bara búin að bæta á okkur
Vöðvamassa, þá er talan ekki að fara að lækka !

Ég ætla að setja hér inn mynd og upplýsingar um hvernig á að mæla sentimetrana

Svo mæli ég líka með því að fólk sem ætlar að fara eftir vigtinni
Setji sér markmið um að stíga bara á hana 1x í viku,
eða jafnvel aðra hverja viku ef það vill sjá eitthvern mun á tölunum !!

Gott er líka að setja sér 2-3 lítil markmið í hverri viku til að ná árangrinum sínum,!
Markmiðin þurfa ekki að vera neinir öfgar,
en td bara ”drekka 2L af vatni á dag” – ”fara út að labba 5 km á dag ”
”mæta 3x í ræktina” !

Og breytt hugarfar er líka mikilvægt !
Td hættum að hugsa ”ég vil verða grönn”
Hugsum frekar, ”ég vil að mér líði vel í eigin líkama”, ”ég vil að ég
passi betur í fötin mín”

við erum öll misjöfn! sumir eru stórbeinóttir, aðrir ekki, sumir eru með mikinn
vöðvamassa aðrir ekki!

Sumir eiga erfitt með að grennast, aðrir eiga erfitt með að bæta á sig

það sem skiptir máli, er það að við ræktum líkaman okkar á réttum forsendum,
og þær forsendir ættu að vera til þess að líða vel !

Munum svo að við erum öll falleg og flott sama hvernig við lítum út !
það er fegurðin að innan sem skiptir mestu máli !

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !