Mér finnst rosa gaman að perla með strákunum mínum,
og án þeirra líka !

Ég perlaði í fyrra skraut fyrir jólin, og ákvað núna að sjá hvort ég fyndi ekki eitthvað sniðugt til að perla
Og það er hellingur í boði !

ef þið ýtið hér eru td nokkrar hugmyndir

Mig langar að sýna ykkur það sem ég gerði 🙂

Ég notaði þessar perlur úr ikea, rosalega flottir litir.

Eggin keypti ég í söstrene grene á eitthvað klink,
Fannst svo eitthvað vanta meira á slánna, og ákvað því að perla bara nokkur egg 🙂


Grænu og bláu kertin keypti ég í Ikea, en mér finnst þetta svo sumarlegt, og fannst það fínt þar sem ég er með flest allt bara svart, hvítt eða gull litað heima hjá mér
þessir litir breyta aðeins til og lifga uppá heimilið !

Einnig keypti ég mér  páskaliljur,
Bæði til að setja á skenk inní stofu og aðrar til að hafa á stofuborðinu

Gleðilega Páska !

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !