Nú eru fermingar að hefjast og því fylgir að finna fermingargjafir.  Það að finna fermingargjöf getur oft verið erfitt þar sem að áhugamál unglinga geta verið fjölbreytt, en einnig hafa gjafir breyst með árunum. Hérna áður fyrr voru þetta vinsælustu gjafirnar
Peningur
Skartgripir
Rúmföt
Bakpokar/ferðatöskur
Svefnpokar
Bækur og þá oft orðabækur
Pennasett

En með breyttum tímum er úrvalið orðið mun meira.
Sem dæmi má nefna að samkvæmt könnun Elko er gjöfin í ár heyrnatól, þá ýmist þráðlaus eða ekki.

Hérna koma nokkrar skemmtilegar hugmyndir af gjöfum fyrir bæði kyn á hinum ýmsu verðbilum.

Slettujárn/krullujárn

Skartgripaskrín/tré


Rakvélar


Skartgripir

Farsími/spjaldtölvur

Leikjatölvur

Hnattlíkan


Húsgögn í herbergi allt frá lömpum uppí rúm

  

Polaroid myndavél


Tjald


Vekjaraklukku

Þetta eru bara örfáar uppástungur á gjöfum 🙂

Vonandi hjálpar þetta til eða kemur með hugmyndir af því hvað er hægt að gefa!

Kveðja

Helena