Ég tók þá ákvörðun í dag að prufa að taka út allan sykur í heila viku !
það verður erfitt fyrir súkkulaðigrísinn sem ég nú er, en mér skal takast þetta, allavega í viku, og ég sé svo til með framhaldið!

 

En hér er viku matseðillinn minn fyrir þessa vikuna
26Feb – 4Mars !

Sunnudagur –
Lambalæri og með því.

Mánudagur –
Fiskur með pestói og fetaosti
og ferskt grænmeti með

Þriðjudagur –
Kjúklingur fylltur með Döðlupestói
Uppskrift af döðlupestói er HÉR

Miðvikudagur –
Lax, sætar kartöflur og brokkolí

Fimmtudagur –
Soðinn fiskur og kartöflur fyrir strákana
ég ætla að nota blómkál sem kartöflur í staðinn

Föstudagur –
Blómkálspizza með nóg af grænmeti og fersku spínati
Uppskrift HÉR

Laugardagur –
Valfrjálst ( ætla þó að reyna að hafa það í hollari kantinum )

Stundum fer ég ekki alveg eftir matseðlinum, en ég ætla að gera það þessa vikuna því ég þarf að vera extra skipulögð
Svo ég detti ekki í nammipokan, eða í súkkulaðiskálina !

Ef þið viljið fylgjast með mér, berjast við þennan sykurpúka minn
þá er ykkur velkomið að adda mér á snapp

”bfit2007”

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !