Fyrir skírnina var ég ákveðin í að mig langaði í nýjan kjól. Langaði ekki að vera í eitthverju sem ég hef ótal oft verið í og fór þá í kjólaleit.

Ég er mjög sérstök þegar kemur að kjólavali. Hann þarf að vera í ákveðnu sniði þar sem ég er alveg með maga, rass og læri og nóg af því! 🙂 Ég var ákveðin að mig langaði helst í kjól með ermum þar sem ég vildi ekki þurfa að vera í jakka því ég vissi að mér yrði mjög heitt.

Ég byrjaði á að fara í Curvy í Fákafeni. Ég hef alltaf fundið mér eitthvað þar en það er búð sem er með stærri stærðir. Ég mátaði held ég 30 kjóla og fann mér engann sem mig virkilega langaði í. Ég mátaði allskyns ermar og jakka með kjólunum en var aldrei fullkomnlega sátt. Ég ákvað að bíða aðeins með þetta og skoða fleirri staði.

Mér kveið fyrir að fara að labba á milli í búðum og máta, já mér finnst hundleiðinlegt að máta og hundleiðinlegt að versla hérna á Íslandi, eins mikið og ég elska að versla í útlöndum.

≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈≈

Ég skoðaði allar íslensku síðurnar með íslenskri hönnun. Það eru til svo mörg flott föt til hjá þessum hönnuðum og ég ætlaði að skoða hvað mér leist best á. Ég heyrði síðan að Helena hjá helena.is væri með frábæra þjónustu og eftir að hafa skoðað síðuna hjá henni sá ég ótrúlega marga flotta kjóla svo ég hringdi og athugaði hvort hún ætti eitthverja kjóla í stærri stærð. Hún átti eitthverja nokkra svo ég ákvað bara að kíkja til hennar.

Þegar ég kom tók á móti mér þessi yndislega kona! Það var ótrúlega þæginlegt að koma til hennar, svo róleg og yfirveguð. Þegar maður er í yfirvigt þá er ekkert það helsta sem manni langar að gera er að máta föt. En hún gerði þetta af þvílíkri fagmennsku.
Ég mátaði nokkra kjóla hjá henni en fýlaði mig ekki 100% í þeim, þá sagðist hún geta saumað bara kjól eins og ég vildi hafa hann. Ég var himinlifandi en hugsaði með mér að þetta yrði hrikalega dýrt.. enda sérsaumaður kjóll.

Ég fann snið sem mig langaði í og valdi mér efni sem ég vildi kjólinn.

Hún saumaði kjól á mig og hringdi í mig þegar hann var tilbúinn. Ég fór og mátaði hann. Hann var rosalega flottur en mér fannst hann ekki liggja almennilega eins og ég vildi og ég sagði henni það. Hún er þannig að hún vill hafa alla 100% sátta þegar þeir fara frá henni að hún bauðst til að laga hann til, taka hann saman undir brjóstunum þannig hann myndi liggja betur. Ég var henni voðalega þakklát fyrir það.

Síðan eftir að hafa spáð í því hvernig við vildum hafa hann sagði hún við mig að hún ætlaði bara að gera nýjan og þá breyttum við sniðinu á honum. Settum meira svart og minna af munstur efninu þannig það myndi kannski hjálpa vaxtarlaginu eitthvað.

Hérna sjái þið kjólinn eins og hann var áður en hún gerði nýjann. Þið sjáið að þetta er ekki beint að hjálpa línunum.

Þegar ég skoðaði þessa mynd hér að ofan  af “gamla” kjólnum og nýja í samanburði var þetta allt annar kjóll. Ég var svo þakklát fyrir að hún breytti honum. Ég var ótrúlega ánægð með kjólinn og hann er líka sjúklega þæginlegur með ótrúlega flottu efni.


Hér er ég að máta nýja kjólinn og eins og þið sjáið er þetta ALLT annað!!

Kjóllinn kostaði 19.900kr. Þetta er þó ekki fast verð fyrir kjólanna því það fer eftir efni og sniði hvað hann kostar. Þið getið skoðað kjólanna sem hún hefur gert hér og þá sjái þið verðið líka. Hún er einnig að sauma fullt af öðru eins og peysur, leggings, yfirhafnir og klúta. Þetta finni þið allt inn á síðunni hennar. Síðan er bara að hafa samband við hana ef þið hafið áhuga á að láta sauma á ykkur kjól og fara og spjalla við hana.
Hér eru allar upplýsingar um hana og hvernig er hægt að ná í hana.

Þetta finnst mér vera mjög gott verð fyrir sérsaumaðan kjól þar sem margir kjólar í búðum hérna á Íslandi eru í kringum þetta sama verð.

Ég mæli 1000% með Helenu hjá helena.is enda algjör fagmaður!


Lang uppáhalds kjóllinn minn. 

Verið góð við hvert annað!

-Tanja ♥

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !