Einu sinni var ég gellan sem hataði mánudaga. Mánudagar voru dagarnir sem ég þurfti að rífa mig á fætur eldsnemma á morgnana, lítið sofin og illa pirruð.

En ekki lengur 🙂 Eftir að ég byrjaði að mæta í ræktina eldsnemma á morgnana þá breyttist eitthvað innra með mér. Ok, ég ætti kannski ekki að tileinka ræktinni alla breytinguna, hún hefur nú verið að gerast í nokkurn tíma, eða frá því ég eignaðist strákinn minn fyrir sex árum, en hann heimtaði sjálfur að vera a-týpa… eitthvað sem c- týpan ég átti mjög erfitt með að sætta mig við. En ég er búin að sætta mig við það og nú finnst mér mánudagar vera ansi góðir!

Á mánudögum byrjar nefnilega ný vika í ræktinni (venjulega með hnébeygjum 😀 ) og það myndast alltaf svoldið skemmtilegur “ný byrjun” fílingur, sem ég er bara ekki að hata.

En fyrir þá sem þurfa kannski pínku aðstoð til að láta sér hlakka til vikunnar þá kemur hérna pepp vikunnar 🙂

Ég er tveggja barna móðir, Ég er einkaþjálfari og sjúkraliðanemi, mín helstu áhugamál eru hreyfing, ljósmyndun og eldamennska !